Monday, February 28, 2011

Heimsborgarinn

Stundum þurfa menn að leggja frá sér hveitigrasstaupið og lífrænu döðlunar og fá sér alvöru óhollustu. Það er eimitt það sem við félagarnir gerðum í fyrrakvöld áður en farið var út á lífið. Það er þó grundvallaratriði, að þegar gera á vel við sig á annað borð, þá þýðir ekkert hálfkák.

Ég hef haft það fyrir reglu, að í þau fáu skipti sem ég geri hamborgara heima hjá mér, stefni ég ávallt að sama markmiðinu: Að útbúa besta hamborgara í heimi. Það hefur blessunarlega tekist í öll skiptin.

Á núverandi titilhafa er eftirfarandi:
Dijon sinnep
Smá hamborgarasósa
Tómatur, gúrka og kál
Smjörsteiktir sveppir
Spælt egg (báðum megin)
2x skinkusneiðar (steiktar á pönnu með osti á milli)
140 gr. hamborgari (meðalsteiktur)
"Best á borgarann" kryddblanda 


Heimsborgarinn

4 comments:

  1. Ég hef gaman af þessu. Virkilega. Bíð þó eftir að ég verði boðinn í hunangsfroðuhátíð á sólvallagötunni.

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir það kæra B.

    Hunangsfroðuhátíð er á næsta leyti, sem og cupcakes-námskeið þar sem við erum lærifeður! Svo einfalt er það.

    ReplyDelete
  3. Þú getur fundið nokkra líklega á þessari síðu: http://cheeseandburger.com/

    ReplyDelete
  4. Ok þessi síða er rosaleg, ég fer hjá mér fyrir hönd Heimsborgarans! Kann líka að meta fagmanninn sem útskýrir borgarana, spurning um að taka þetta upp á síðunni.

    ReplyDelete