Hér lítur dagsins ljós mitt fyrsta blogg - matarblogg - en þessa hugmynd hefur mig lengi langað að framkvæma. Á yngri árum var ég lukkulega laus við öll áhugamál og gat því einbeitt mér að óhollum lifnaðarháttum og almennu hangsi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, og eins og gamla máltækið segir kennir neyðin ungum einbúum að elda - og um leið njóta.
Í dag get ég vart rifið mig úr eldhúsinu né leitt hugann að öðru en góðgæti - þannig að skaðlegt fer að verða fyrir framtíð mína sem laganema. Þegar áhugamálin leiða mann á hálan ís er um að gera að leyfa öðrum að njóta góðs af.
Hér kem ég til með að deila öllu því sem á daga mína drífur og ég tel tengjast matseld, delicatessi, góðgæti, gurmi, bílífi, borðsiðum, fegurð, því að njóta og einnig því að vera.
Vonandi geta sem flestir haft gagn og gaman af.
No comments:
Post a Comment