Saturday, June 4, 2011

P mælir með

Góðir hálsar, ég er kominn aftur!

Í þetta skiptið mæli ég með svartfuglseggjum sem fást á 350,- kr. stykkið í Kolaportinu í dag. Lítill fugl hvíslaði því að mér að hver færi að verða síðastur til að verða sér úti um svartfugls- og lundaegg því nú ætti að setja takmarkanir á tínslu þeirra. Ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.